Hleðslurannsókn – Takk fyrir þátttökuna

Skráning þín og upplýst samþykki á þátttöku hefur verið móttekin!

Kæri þátttakandi

Takk fyrir að taka þátt í hleðslurannsókn Samorku og leggja þannig þitt af mörkum til að gera raforkukerfið áreiðanlegra og betra fyrir orkuskipti í samgöngum á Íslandi.

Uppsetning búnaðar hefst í byrjun október og þá verður hægt að nálgast mælibúnaðinn. Haft verður samband við þig þegar að því kemur.
Frekari upplýsingar um næstu skref er að finna hér á vefsíðu Samorku: https://samorka.is/hledslurannsokn/fyrir-thatttakendur/

Ef einhverjar spurningar vakna má endilega hafa samband við rannsakendur með tölvupóst á hledslurannsokn@samorka.is eða í síma 768-4430.