Vinnustofa um samspil ferðaþjónustu og orku

Fréttabréf október 2016

Í október tók Samorka þátt í vinnustofu á vegum Íslandsstofu, Íslenska ferðaklasans og Íslenska jarðvarmaklasans um samspil ferðaþjónustu og orku.

Um 70 manns úr bæði orku- og ferðaþjónustugeiranum tóku þátt í vinnustofunni þar sem rætt var um samlegð og samvinnu við uppbyggingu nýrra verkefna, aukna verðmætasköpun, öryggismál og viðskiptatækifæri og fleira sem snertir samstarf þessara greina.

Óhætt er að segja að vinnustofan hafi verið mjög áhugaverð og um leið skemmtileg. Það verður fróðlegt að sjá hvað gert verður við þær hugmyndir sem þarna fæddust, en til stendur að fylgja þeim bestu eftir með áframhaldandi samvinnu klasanna tveggja.

2016-10-13-11-26-24
Þátttakan var góð og mikið líf á vel skipulagðri vinnustofu

 

Hugmyndir um sameiginleg viðskiptatækifæri hengdar upp á vegg
Hugmyndir um sameiginleg viðskiptatækifæri hengdar upp á vegg
2016-10-13-11-20-03
Fjölmargar góðar hugmyndir fæddust á vinnustofunni
Hugmyndir hvers hóps kynntar fyrir hinum þátttakendum
Hugmyndir hvers hóps kynntar fyrir hinum þátttakendum