Vettvangs- og vísindaferð

Skráning í vettvangs- og vísindaferðir á Fagþingi rafmagns 2019. Í boði eru 60 pláss í hvorri ferð.

Vettvangsferð I:

HS Orka býður ráðstefnugestum í Reykjanesvirkjun sem var gangsett árið 2006. Í virkjuninni eru framleidd 100 MW með með tveimur 50 MW tvístreymishverflum sem eru sjókældir

HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og það eina sem er í einkaeigu. Fyrirtækið framleiðir og selur rafmagn um allt land. Fullnýting og umhyggja fyrir umhverfinu hefur ætíð verið rauði þráðurinn í starfseminni og hefur meðal annars leitt af sér stofnun Auðlindagarðs á Reykjanesi, þar sem fyrirtæki hafa sprottið upp og nýtt hina ýmsu auðlindastrauma sem verða til við framleiðslu á rafmagni og heitu vatni.

Vettvangsferð II:

FULLT

HS Veitur bjóða í heimsókn og skoðað verður:

  • Advania Data Center Patterson
  • Aðveitustöð Fitjum

Advania Data Centers hefur undanfarin ár byggt upp eitt stærsta gagnaver landsins í Njarðvík. Gagnaverið verður heimsótt og munu starfsmenn Advania taka á móti gestum, segja frá og sýna.
Síðan verður farið í aðveitustöðina Fitjum. Húsið, sem er 132 kV aðveitustöð, var tekið í notkun árið 1991 og viðbygging árið 2018. Húsið verður skoðað með leiðsögn og jafnframt munu starfsmenn Landnets verða á staðnum og opna inn á sitt svæði í stöðinni og segja frá.

ATH: Gestir þurfa að skrá sig með nafni, kennitölu og frá hvaða fyrirtæki þeir eru. Skilríki eru nauðsynleg til að sannreyna skráningu.


    Ég mæti í Reykjanesvirkjun