Verðmætin í vatninu Samorka býður á opinn morgunverðarfund um vatnsvernd miðvikudaginn 17. janúar. Fundurinn verður haldinn á Icelandair Hótel Natura og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. Skráningar er óskað, svo hægt sé að áætla veitingar og fjölda gesta. Skráningarform er neðar á þessari síðu. Á fundinum, sem ber yfirskriftina Verðmætin í vatninu, verður fjallað um þessa dýrmætu auðlind okkar í víðu samhengi. Kynnt verður ný greining um virði vatnsins á Íslandi, fjallað verður um samstarf Norðurorku og Neyðarlínunnar í tilfellum slysa við vatnsverndarsvæði og um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu. Ítarlegri dagskrá verður kynnt fljótlega eftir áramót, en vonandi sjá flestir sér fært að mæta. Fundurinn verður einnig sendur út á netinu og verður það kynnt nánar þegar nær dregur. Nafn Netfang Fyrirtæki Δ