Opinn fundur: Hlúum að fráveitunni

Fráveitumál hafa verið áberandi í samfélagsumræðunni upp á síðkastið. Samorka býður til opins fundar um málaflokkinn í tilefni af alþjóðlegum degi klósettsins á Grand hótel mánudaginn 20. nóvember kl. 12. Boðið verður upp á súpu dagsins fyrir þá sem þess óska frá kl. 11.30.

Dagskrá:

Grettistak síðustu áratuga – Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku
Martröð í pípunum – Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu, Veitum
Staða innviða og framtíðarhorfur – Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna, EFLU
Áframhaldandi uppbygging: Hvað þarf til? – Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku

Fundarstjóri: Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar

Munið að skrá ykkur á fundinn og þar með talið hvort þið þiggið hádegisverð.