Nýtt útlit Samorku

Fréttabréf október 2016

Í ágúst var hulunni svipt af nýju útliti og nýrri heimasíðu Samorku, en ásýndarbreytingin var hluti af umfangsmikilli stefnumótun á starfi samtakanna.

Gamla síðan var barn síns tíma og vefumsjónarkerfið úr sér gengið, svo fyrir lá að heimasíðuna þurfti að endurnýja. Ákveðið var að nota tækifærið og gefa ásýnd Samorku svolitla „andlitslyftingu“.

Útlit og mörkun var í höndum auglýsingastofunnar Árnasona. Á meðal verkefna var að hanna nýtt merki samtakanna. Unnið var með hugmyndina um hringrás, endurnýjanlega og hreina orku og náttúruna.

Nýtt merki Samorku var hannað af auglýsingastofunni Árnasonum
Nýtt merki Samorku var hannað af auglýsingastofunni Árnasonum

 

Hönnun nýja vefsins var í höndum Loftfarsins. Áhersla var lögð á aðgengilegan og stílhreinan vef, en ekki þó á kostnað þess að hann liti vel út! Einnig var lögð áhersla á einfalt og þægilegt vefumsjónarkerfi og að þjónusta við kerfið væri góð.

Samorka kann öllum aðilum bestu þakkir fyrir gott samstarf.