Notaleg stemning á gleðistund Samorku

Samorka bauð á léttan jólafund á dögunum, þar sem farið var yfir skemmtilega tölfræði um rafmagnsnotkun landsmanna yfir hátíðirnar og rifjaðir upp gamlir tímar þegar rafmagn var af skornum skammti og grípa þurfti til ráðstafana á aðfangadag.

Boðið var upp á smákökur, mandarínur, jólabjór og heitt súkkulaði og Stroh þannig að stundin var öll hin notalegasta.

Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, kynnti tölfræði um rafmagnsnotkun, sem meðal annars eykst um 84% á örfáum klukkutímum á aðfangadag.

 

 

Þá fór Baldur Dýrfjörð yfir gamlar fyrirsagnir í aðdraganda jóla í hans fyrrum heimabyggð fyrir norðan. Gaman var að sjá ýmis tilmæli til húsfreyja um að vera tímanlega með matseldina á aðfangadag svo ekki færi allt úr skorðum og hvernig skömmtun á rafmagni var háttað.

 

 

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, flutti svo skemmtilega og kaldhæðna jólahugvekju, sem skrifuð var í anda sveitasagna Bernards Shaw.

Stefnt er að því að gera stund sem þessa árlega.