Gagnlegur fundur norrænna upplýsingastjóra

Fréttabréf október 2016

Í september fór fram árlegur fundur norrænna samskiptastjóra orkufyrirtækja hér á Íslandi og stóðu Samorka og aðildarfyrirtæki að undirbúningi hans.

Að þessu sinni var rætt um áhrif Parísarsamkomulagsins á starfsemi orkufyrirtækja á Norðurlöndunum og skipst á skoðunum og hugmyndum, hlýtt var á magnaðan fyrirlestur dr. Guðna Elíssonar um loftlagsbreytingar, iðnaðarráðherra ræddi við hópinn og farið var í skoðunarferð í virkjanir.

Þrátt fyrir að margt sé ólíkt í starfsemi og umhverfi orkufyrirtækja á Norðurlöndum eru ótalmörg viðfangsefni þau sömu, svo ótvírætt gagn mátti hafa af fundinum.

2016-09-15-09-07-02
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, spjallaði við hópinn

 

2016-09-15-10-12-34
Dr. Guðni Elísson, stofnandi earth101.is, hreyfði við fólki með áhrifamiklum fyrirlestri

 

2016-09-15-16-52-58
Hópmynd í Írafossstöð
Hópurinn fékk góða leiðsögn um Þingvelli
Hópurinn fékk góða leiðsögn um Þingvelli
Við Ljósafossstöð
Við Ljósafossstöð
Áslaug Thelma Einarsdóttir hjá ON býður alla velkomna í heimsókn
Áslaug Thelma Einarsdóttir hjá ON býður alla velkomna í heimsókn