Fjölmiðlafár: Fræðslufundur

NÁNARI TÍMASETNING AUGLÝST SÍÐAR

Hvernig á að bregðast við ef upp kemur erfitt mál sem fjallað er mikið um í fjölmiðlum? Fyrstu viðbrögð og framkoma forsvarsmanna í fjölmiðlum getur haft mikil áhrif á ímynd og orðspor fyrirtækisins í hringiðu málsins.

Samorka býður á fræðslufund um fjölmiðlakrísur og viðbrögð þegar slíkar koma upp. Fundurinn er ætlaður starfsfólki aðildarfélaga Samorku. Stefnt er að því að senda fundinn beint út á netinu.

Drög að dagskrá: 

Hvað má og hvað má ekki? – Kar­en Kjartansdóttir, ráðgjafi hjá Aton, mun fara yfir fyrstu skref þegar fjölmiðlakrísa kemur upp, góð og slæm viðbrögð í fjölmiðlum og fræða okkur um sjónarhorn fréttamannsins um leið.

Lærdómur af fjölmiðlafári – Við fáum að heyra frá reynslu Veitna af Faxaskjóls- og jarðvegsgerlamálinu og svo frá samskiptaáætlun Landsnets.

Kynnt verður dagsnámskeið í framkomu í fjölmiðlum, sem Samorka býður upp á í samvinnu við Aton.

Aton veit­ir ráðgjöf og aðstoð við upp­lýs­inga­miðlun, al­manna­tengsl, kynn­ingu, markaðssetn­ingu og stefnu­mót­un. Karen starfaði áður sem sam­skipta­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) á ár­un­um 2013 til 2017. Hún hef­ur einnig víðtæka reynslu af fjöl­miðlastörf­um, meðal annars sem fréttamaður og vara­f­rétta­stjóri á Stöð 2.

Skráning á fræðslufundinn: