Fagfundur veitna í Hveragerði 23.-25. maí 2018

Fagfundur hita-, vatns- og fráveitna verður haldinn í Hveragerði dagana 23. – 25. maí 2018. Fundurinn verður haldinn á Hótel Örk, þar sem aðstaða er öll til fyrirmyndar.

Dagskráin verður metnaðarfull mun snerta á helstu viðfangsefnum veitna í dag og í náinni framtíð. Þá er áætlað að bjóða upp á ýmsar nýjungar, svo sem vöru- og þjónustusýningu, fagkeppni á milli fundargesta og sitthvað fleira.

Hótel Örk hefur nýlega verið gert upp og er allt hið glæsilegasta. Stefnt er að því að taka í notkun hátt í 100 ný herbergi um það leyti sem fagfundurinn verður haldinn, svo Samorkufélagar gætu orðið fyrstir til að sofa í nýju rúmunum!

Takið 23.-25. maí frá og við hlökkum til að senda ykkur frekari upplýsingar.