Álag og líðan

Að vinna við yfirvofandi ógn og mikla óvissu veldur talsverðu álagi. Hér heyrum við hvaða áhrif þetta hefur haft á starfsfólk og stjórnendur ræða um þá áskorun að halda utan um starfsfólkið við þessar aðstæður.
Myndband frá ársfundi Samorku 2024.

Upplifunin

Hlaupið undan rennandi hrauni, flautandi gasmælar, unnið undir vökulu auga sérsveitar og drónaflugs.
Að vinna við óvenjulegar aðstæður kallar á óvenjulegar upplifanir.

Björgun hitaveitu

Hraun rann á ógnarhraða yfir Njarðvíkuræðina með þeim afleiðingum að byggð á Reykjanesi varð heitavatnslaus í kuldanum í janúar. Með þrautseigju, elju og sameiginlegu átaki margra aðila tókst að koma nýrri lögn í gagnið á mettíma. Hér er sagt frá björgun hitaveitunnar við ótrúlegar aðstæður.

Undirbúningur fyrir jarðhræringar

Allt frá því að jarðhræringar hófust á Reykjanesi árið 2021 hefur staðið yfir mjög þétt samtal á milli orku- og veitufyrirtækjanna á svæðinu. Tíminn var nýttur í vísindastörf, prófanir, sviðsmyndagreiningar, uppfærslu á neyðaráætlunum og fleira.

Myndband frá ársfundi Samorku 2024.