Viðbrögð vegna COVID-19 COVID-19 faraldurinn reynir á fólk og fyrirtæki í landinu og um allan heim. Aðildarfyrirtæki Samorku eru öll flokkuð sem samfélagslega mikilvægir innviðir sem öll önnur fyrirtæki og heimili í landinu nýta. Þeirra grunnhlutverk er að tryggja órofna framleiðslu, dreifingu og þjónustu vegna rafmagns, fráveitu, hitaveitu og vatnsveitu. Frá því að fyrsta smit kórónaveirunnar greindist á Íslandi hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða hjá orku- og veitufyrirtækjunum og viðbragðsáætlanir virkjaðar. Má þar til dæmis nefna reglulega fundi neyðarstjórna, starfsfólk vinnur heiman frá, strangar reglur um samskipti og nálægð milli starfsfólks, lokað fyrir heimsóknir og annan ónauðsynlegan umgang við stjórnstöðvar, þrif aukin verulega og dregið úr heimsóknum á heimili fólks, til dæmis vegna bilana eða til að lesa af mælum. Á vettvangi Samorku hefur Öryggisráð samtakanna fundað reglulega og miðlað upplýsingum og bestu mögulegu vinnubrögðum til starfsfólks aðildarfyrirtækja. Allt er þetta gert til að verja stjórnstöðvar og virkjanarekstur og þannig tryggja grunnþjónustu við heimili og fyrirtæki í landinu. Nánari upplýsingar um viðbrögð aðildarfyrirtækja Samorku: Landsvirkjun: https://www.landsvirkjun.is/fyrirtaekid/fjolmidlatorg/frettir/frett/ahersla-a-oryggi-og-trygga-raforkuvinnslu/ Landsnet: https://www.landsnet.is/default.aspx?pageid=fb9ebcdc-7017-11ea-9456-005056bc530c Orkuveita Reykjavíkur: https://www.or.is/um-or/fyrir-fjolmidla/frettir/breytt-vinnulag-timum-heimsfaraldurs/ Nánari upplýsingar um viðbrögð vegna faraldurs COVID-19: www.covid.is www.almannavarnir.is www.landlaeknir.is