Við erum að störfum Samfélagið hægir á sér á óvissutímum. Grunnþjónustan má ekki gera það. Starfsfólk orku- og veitufyrirtækjanna vinnur sleitulaust til að tryggja undirstöður samfélagsins, svo við getum áfram gengið að góðu drykkjarvatni, fengið okkar græna rafmagn í hús, að fráveita og hitaveita virki sem skyldi. Svo við getum, þrátt fyrir allt, haldið samfélaginu gangandi, sinnt verkefnum að heiman og átt notalegar stundir með okkar nánustu. Við erum að störfum – fyrir þig.