Veður og veitur – opinn fundur

Samorka býður á fræðandi opinn fund um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á veituinnviði þriðjudaginn 21. janúar kl. 9.00 – 10.30 á Grand hótel Reykjavík.

Veituinnviðir og þá sérstaklega fráveituinnviðir eru viðkæmir fyrir flóðum, aukinni rigningu og öðrum loftslagsbreytingum. Á fundinum munum við fræðast um þær áskoranir sem veitur um allt land standa frammi fyrir og þær aðgerðir sem verið er að ráðast í til að aðlagast eða draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Fram koma:

Hildigunnur Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofunnar

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, ráðgjafi í fráveitumálum

Pétur Krogh Ólafsson, forstöðumaður Sjálfbærni og viðskiptaþróunar hjá Veitum

Ágúst Þór Bragason, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar hjá Árborg

Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF Veitna

Fundurinn er ókeypis og opinn öllum. Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn svo hægt sé að áætla fjölda og kaffiveitingar.

    Ég vil gerast áskrifandi að fréttabréfi Samorku á netfangið mitt