Samkeppnisréttarnámskeið Samorku

Samorka býður til námskeiðs um samkeppnisrétt miðvikudaginn 14. júní frá kl. 14 – 16.

Á  námskeiðinu er farið sérstaklega yfir samkeppnisréttaryfirlýsingu Samorku og mikilvægar samkeppnisréttareglur sem hafa þýðingu fyrir starf atvinnugreinasamtaka.  Námskeiðið er hugsað fyrir öll sem taka þátt í hvers konar starfi Samorku og nýtist öllum sem starfa í samkeppnisréttarumhverfi.

Jóna Björk Helgadóttir, lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti, kennir námskeiðið.

Námskeiðið verður haldið hjá Samorku í Húsi atvinnulífsins í fundarsalnum Hyl. Einnig verður boðið upp á að sitja það í gegnum Teams. Vinsamlegast skráið ykkur og tilgreinið með hvaða hætti þið hyggist sækja námskeiðið.

 

 

    Vinsamlegast hakið í viðeigandi lið:

    Ég mæti í eigin persónu.
    Ég mæti á fundinn á Teams