Orkuskipti.is – nýjar upplýsingar settar í loftið Hvar stendur Ísland í orkuframleiðslu og orkunotkun í alþjóðlegum samanburði?Opinn fundur fimmtudaginn 14. nóvember kl. 9:30-10:30 í Kaldalóni í Hörpu. Kaffi og netagerð frá kl. 9.Oft er því fleygt fram að Ísland framleiði mesta orku á mann í heimi. En er það rétt? Og hversu mikla orku framleiðir Ísland í samanburði við Norðurlöndin ef miðað er við stærð landanna? Hvað þarf að gera til þess að ná fram fullum orkuskiptum og hvaða virkjanakostir eru samkeppnishæfir? Á uppfærðum vef orkuskipti.is verður þessum og fleiri spurningum svarað og orkuframleiðsla og orkunotkun Íslands sett í alþjóðlegt samhengi.Verkefnið er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samorku, Landsvirkjunar, EFLU og Grænvangs. Dagskrá: Hvers vegna að setja Ísland í alþjóðlegt samhengi? Hvað hefur breyst síðustu tvö ár sem kallar á uppfærðan orkuskiptavef? Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, fer stuttlega yfir málið. Hvaða nýju upplýsingar er verið að kynna og á hverju byggja þær? Haukur Ásberg Hilmarsson, sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun og Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá EFLU. Umræður: Guðmundur Þorbjörnsson, viðskiptaþróun EFLUSigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar og hugverkasviðs SIHörður Arnarson, forstjóri LandsvirkjunarFinnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Hér er hægt að skrá sig á fundinn: Skráning