Nýsköpunarverðlaun Samorku: Hugvit – Hringrás – Árangur Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í þriðja sinn á opnum fundi í Hörpu mánudaginn 18. september kl. 13.00 – 14.30. Öll eru velkomin í Hörpu, en fundinum verður einnig streymt hér og hefst það kl. 13. Fundurinn ber yfirskriftina Hugvit / Hringrás / Árangur og á honum verður fjallað um grósku nýsköpunar í orku- og veitugeiranum, sem er mjög mikilvæg fyrir þær umbreytingar sem eru framundan á orkukerfum heimsins. Dagskrá: Nýjar lausnir fyrir nýja tíma – Finnur Beck, framkvæmdastjóri SamorkuUmgjörð nýsköpunar og tækni í Svíþjóð – Magnus Rehn, fjárfestir, stjórnendaráðgjafi og ráðgjafi nýsköpunarfyrirtækja hjá StingFyrrum handhafar Nýsköpunarverðlauna Samorku taka stöðuna í léttu pallborði – Linda Fanney Valgeirsdóttir hjá Alor og Ósvaldur Knudsen hjá Laki PowerAfhending verðlauna: Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups og talsmaður dómnefndar gerir grein fyrir rökstuðningi dómnefndar. Ásta Sóllilja og Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku afhenda verðlaunin. Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Fjögur fyrirtæki eru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna Samorku 2023. Þau eru: ATMONIA – Atmonia þróar róttæka og sjálfbæra tækni sem nýtir efnahvata fyrir rafefnafræðilega framleiðslu á ammoníaki fyrir áburð og rafeldsneyti Þannig er ammoníakið eingöngu framleitt með andrúmslofti, vatni og rafmagni og losar framleiðslan þar með ekki gróðurhúsalofttegundir.GEROSION – Gerosion sérhæfir sig í efnistæknilausnum fyrir jarðhita-, byggingar- og orkufrekan iðnað. Til dæmis hefur Gerosion verið að þróa umhverfisvænt, sementslaust steinlím og er einnig að þróa nýjar varnarfóðringar fyrir háhita- og djúpborunarholur, sem eykur möguleikana á því að framleiða sjálfbæra orku úr jarðvarma.HÁAFELL – Hafa verið brautryðjendur í nýtingu endurnýjanlegrar orku í sjókvíaeldi. Með því að leggja rafstreng í fóðurpramma spara þau 100.000 lítra af olíu á ári, sem jafngildir notkun 100 fólksbíla. SNERPA POWER – Snerpa Power er hugbúnaðarfyrirtæki á raforkumarkaði sem sérhæfir sig í lausnum sem skapa sjálfbært samkeppnisforskot. Með þeirri snjallvæðingu sem hugbúnaður Snerpu Power býður upp á er hægt að draga úr umframafli og nýta það beint í almenn orkuskipti. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis, en skráningar er óskað svo hægt sé að tryggja pláss og draga úr matarsóun. Nafn Netfang Fyrirtæki Skrá mig Δ