Nýsköpunarverðlaun Samorku 2025 Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í fimmta sinn kl. 14 fimmtudaginn 6. nóvember á opnum fundi í Kaldalóni í Hörpu. Nýsköpun í orku- og veitugeiranum skiptir sköpum þegar heimurinn stendur frammi fyrir áskorunum sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Nýsköpun leiðir til betri nýtingar á auðlindum, meiri skilvirkni og sjálfvirkni, en einnig til nýrra lausna og nýrrar tækni sem nauðsynlegar eru fyrir þá umbyltingu sem framundan er á orku- og veitukerfum heimsins. Er þessum fundi ætlað að varpa ljósi á þetta og sýna þá grósku nýsköpunar sem á sér stað í orku- og veitugeiranum. Fundurinn ber yfirskriftina Hugvit – Hringrás – Árangur Dagskrá: Leiðir í innlendum orkuskiptum og þróun í rafhlöðum – Daði Þorsteinn Sveinbjörnsson, nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun Tendrum Glóð á heiðinni: Nýsköpun hjá Orku náttúrunnar – Ingunn Gunnarsdóttir, leiðtogi nýsköpunar hjá ON Framtíð raforkunnar er snjöll – Nína Lea Z. Jónsdóttir, sérfræðingur í stafrænum kerfum hjá Landsneti Við eigum orku en ekki einkaleyfi: Einkaleyfisumsóknir íslenskra fyrirtækja 2004 – 2024 – Eiríkur Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Hugverkastofunni Nýsköpunarverðlaun Samorku 2025 afhent. Vinningshafar segja nokkur orð. Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Léttar veitingar í boði að fundi loknum. Hér fyrir neðan er hægt að skrá sig á fundinn. Mælt er með skráningu til að tryggja sætaframboð og draga úr matarsóun, en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í streymið, það verður aðgengilegt á heimasíðu Samorku. Nafn Netfang Fyrirtæki Skrá mig Δ