Norræn vinnustofa NER um aðgerðir til stuðnings raforkuöryggi Nordic Energy Research stendur fyrir vinnustofu um raforkuöryggi þann 26. nóvember n.k. í Finnlandi. Í lýsingu málstofunnar segir m.a. að norrænar ríkisstjórnir skoði í auknum mæli ráðstafanir til að tryggja nægjanlegt afl og orkuöryggi. Þessi úrræði geti haft veruleg áhrif og kostnað í för með sér og krefjist undangenginnar vandaðrar greiningar og markvissrar hönnunar. Á málþinginu verði miðlað reynslu frá Norðurlöndum og kynntar nýjustu vendingar úr norrænum umræðum með þátttöku og innleggjum frá sérfræðingum á þessu sviði. Nánari upplýsingar um viðburðinn og skráningu má finna hér: Capacity markets and flexibility support mechanisms in the Nordics