Hver eru mest áríðandi atriðin á sviði orkumála 2017? Orkustofnun og Samorka bjóða til morgunfundar með WEC, Alþjóða orkumálaráðinu, fimmtudaginn 16. nóvember kl. 8.30 – 10.00 í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35. Boðið verður upp á létt morgunsnarl. Á fundinum verður ný skýrsla ráðsins, World Energy Issue Monitor til umfjöllunar. Skýrslan skilgreinir helstu breytingar, áskoranir og óvissu sem hafa munu áhrif eftir svæðum og greinum þar sem mest aðgerða er þörf, til að hafa nægt framboð vistvænnar orku og mæta aukinni eftirspurn með sjálfbærum hætti. Ísland er með í skýrslunni í fyrsta sinn. Vinsamlegast skráið þátttöku á vef Orkustofnunar.