Menntadagur atvinnulífsins 2020 Menntadagur atvinnulífsins 2020 fer fram í Hörpu, miðvikudaginn 5. febrúar, í Norðurljósum kl. 8.30-11.30. Menntadagurinn er árlegur viðburður, að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Skráning á fundinn og nánari dagskrá er á vef SA. DAGSKRÁ Kl. 8.30-10 Hvernig styður skapandi hugsun viðskiptaþróun? Um skapandi vinnuumhverfi Skapandi eða apandi? Tengsl stefnumótunar Hönnunarhugsun í nýsköpun Geta allir lært að skapa? Sköpun í ferli og flæði Hvenær notum við sköpun? Hönnunarhugsun í nýsköpun Menntaverðlaun atvinnulífsins Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir Menntaverðlaun atvinnulífsins 2020. Kl. 10-10.30 Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna fjölbreytt nám og þjónustu á menntatorgi. Kl. 10.30-11.30 Málstofa Að vinna markvisst með sköpun í menntun og á vinnustaðnum Camilla Uhre Fog skólastjóri International Scool of Billund og fyrrum stjórnandi hjá Lego Foundation. Lesblinda Sylvía Melsted, frumkvöðull og tónlistarkona, ásamt gestum.