Málþing til heiðurs Degi Jónssyni Dagur Jónsson fyrrverandi stjórnarmeðlimur VAFRÍ og vatns- og fráveitustjóri Hafnarfjarðarbæjar lést 9. febrúar sl. Dagur var afkastamikill og leiðandi í vatns- og fráveitumálum á höfuðborgarsvæðinu um áraskeið. Hann hafði mikla þekkingu á vatnsbúskap og jarðsögu bæjarlandsins og kunni þá list að miðla þeirri þekkingu með skemmtilegum sögum. Markmiðið með málþinginu er að minnast framlags Dags til vatns- og fráveitumála, og kynna ný verkefni er viðkoma bættu skipulagi og reksturs vatnsveitna, sem var mikið áhugaefni Dags. Málþingið fer fram í húsakynnum Samorku í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, kl. 13.30 – 16. Dagskrá: 13:30 Húsið opnar, veitingar í boði Samorku 14:00 Minning um Dag Jónsson vatnsveitustjóra – Gunnar Johnson, verkfræðingur hjá Veitum 14:30 Afmörkun verndarsvæða við heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu – Sveinn Óli Pálmarsson, framkvæmdastjóri Vatnaskila Kaffihlé 15:10 Umgengnisreglur og heilbrigðissamþykktir vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins – örsaga – Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar 15:30 Betri vatnsveitur – heilnæmt neysluvatn – María J. Gunnarsdóttir, sérfræðingur við Vatnaverkfræðistofu Háskóla Íslands 16:00 Fundi slitið Fundarstjórn: Eysteinn Haraldsson, bæjarverkfræðingur, Garðabæ Allir velkomnir! Vinsamlegast skráið þátttöku á heimasíðu VAFRÍ.