Kafað dýpra í Orkuspá Íslands

Samorka býður til opins tæknifundar þar sem kafað verður dýpra í Orkuspá Íslands, sem kom út á vegum Umhverfis- og orkustofnunar, Landsnets og Raforkueftirlitsins á dögunum.

Fundurinn verður haldinn þann 21. janúar kl. 14 á Hilton Reykjavík Nordica.

Hvað felst í Orkuspá Íslands og hversu mikið má lesa út úr henni? Á fundinum köfum við dýpra í spána, ferlið á bak við hana og þær forsendur sem móta niðurstöðurnar.

Spáin dregur upp mynd af stöðu orkumála og kallar á umræðu um hvernig hún er túlkuð og hvaða hlutverki hún gegnir í stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Á fundinum verður farið meira í tæknilegar hliðar orkuspárinnar og er opinn öllum áhugasömum sem vilja skilja orkuspána betur og taka þátt í upplýstri umræðu.

Fram koma:

Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson – Teymisstjóri í Teymi orkuskipta og orkunýtni hjá Umhverfis- og orkustofnun

Arngunnur Einarsdóttir – Sérfræðingur í þróun á viðskiptaumhverfi hjá Landsneti

Ingvar Þór Þorsteinsson – Sérfræðingur á skrifstofu forstjóra hjá Umhverfis- og orkustofnun

Við vonumst eftir lifandi umræðum á fundinum og við hvetjum því fundargesti að bera upp spurningar.

Boðið verður upp á streymi frá fundinum og verður líka hægt að spyrja spurninga þaðan.

Óskað er eftir skráningu á fundinn í skráningarformið hér fyrir neðan svo hægt sé að áætla veitingar og fjölda sæta, þau sem ætla eingöngu að horfa í streymi eru beðin um að haka í þann möguleika. Hlekkur á streymið verður svo sendur þegar nær dregur á netföng þeirra sem skrá sig.

    Ég fylgist eingöngu með í streymi