Hvar eru rafbílarnir?

hvar_eru_rafbilarnir

 

Íslandsbanki, Ergo og Samorka bjóða á fund um rafbílavæðingu Íslands. Rætt verður um þá innviði sem hér eru til staðar og hversu raunhæfir kostir rafbílar séu í dag og á komandi árum.

Harpa, Norðurljós 2. hæð
Fimmtudagur 10. nóvember
Kl. 8.30-10.00

Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.

Erindi flytja Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar, Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK og Kári Auðun Þorsteinsson, viðskiptastjóri hjá Ergo.

Hjörtur Þór Steindórsson, forstöðumaður orkumála á fyrirtækjasviði Íslandsbanka stýrir í kjölfarið umræðum með þeim Ágústu S. Loftsdóttur, verkefnisstjóra hjá Orkustofnun, Björgvini Skúla Sigurðssyni, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun og Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á léttar veitingar.

UPPLÝSINGAR FYRIR HREYFIHAMLAÐA

Í skráningarforminu er hægt að haka við hjólastólamerki og slá inn frjálsan texta. Við viljum taka vel á móti hreyfihömluðum og hvetjum gesti sem þurfa aðstoð eða sérstaka aðstöðu til að slá þær upplýsingar inn. Dæmi um texta eru upplýsingar um snúningsradíus stóls og óskir um staðsetningu í sal.