Hugum að hitaveitunni

 

 

Samorka býður til morgunfundar um málefni hitaveitna, stöðu jarðhitaauðlindarinnar og forðamála fimmtudaginn 17. nóvember í Kaldalóni, Hörpu, kl. 9 – 10.30. Boðið verður upp á morgunhressingu frá 8.30.

Dagskrá:

Staðan tekin hjá veitunum
Veitur: Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og þróunar hjá OR
Selfossveitur: Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri
Norðurorka: Hjalti Steinn Gunnarsson, fagstjóri hitaveitu

Hvernig geta stjórnvöld stutt við sjálfbæra þróun hitaveitna? Marta Rós Karlsdóttir, sviðsstjóri sjálfbærrar orkunýtingar hjá Orkustofnun

Almar Barja, fagsviðsstjóri hjá Samorku, tekur saman tölfræði um hitaveitur og gefur hollráð til sparnaðar

Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.

Allir eru velkomnir á fundinn og aðgangur er ókeypis, en skráningar er óskað í forminu hér fyrir neðan. Fundinum verður einnig streymt. Gott er að merkja við „going“ við viðburðinn á Facebook til að fá áminningu þegar streymið hefst.