Hádegisfundur um djúpborun á Reykjanesi HS Orka og Íslenska djúpborunarverkefnið bjóða til hádegisfundar vegna borloka Íslenska djúpborunarverkefnisins, IDDP-2, í Gamla bíói, miðvikudaginn 1. febrúar, á milli klukkan 12.00 – 13.00. Erindi flytja: · Guðmundur Ómar Friðleifsson, yfirjarðfræðingur og verkefnisstjóri IDDP-2. · Ari Stefánsson, verkefnastjóri borverka hjá HS Orku. · Albert Albertsson, hugmyndasmiður HS Orku. · Hildigunnur Thorsteinsson framkvæmdastjóri Þróunar OR Fundurinn er öllum opin en skráning er á heimasíðu HS Orku.