Græn framtíð: Hvað þarf til? Opinn ársfundur Samorku verður haldinn þriðjudaginn 15. mars í Norðurljósum, Hörpu og hefst kl. 13. Græn framtíð: Hvað þarf til? Umfjöllunarefni fundarins er þau tækifæri og áskoranir sem felast í því markmiði stjórnvalda að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust innan fárra ára. Allir eru velkomnir á fundinn. Aðgangur er ókeypis en skráningar er óskað.