Fjórða iðnbyltingin: Aftur til fortíðar?

Fjórða iðnbyltingin: Aftur til fortíðar?

4. október kl  9-11 í Origo höllinni  Hlíðarenda

Fjórða iðnbyltingin mun þurrka út sum störf og skapa önnur ný.
En hvaða áhrif mun hún hafa á stöðu kynjanna á vinnumarkaðnum?

Spár sýna að ef konum fjölgar ekki nú þegar í iðn- og tækninámi gæti þeim fækkað mikið í orku-, veitu- og upplýsingatæknigeiranum.

Samorka og Origo bjóða til morgunverðarfundar til að ræða fjórðu iðnbyltinguna út frá þessu sjónarhorni og mikilvægi fjölbreytni í starfsliði fyrir öll fyrirtæki.

Dagskrá:

Verða kvennastéttir fjórðu iðnbyltingunni að bráð? – Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Origo

Verður jöfnu kynjahlutfalli náð 2030 í orku- og veitugeiranum? – Erla Björg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Norðurorku

Fjórða iðnbyltingin og jafnréttismál: Ógn eða tækifæri? – Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans

Pallborðsumræður:
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku
Elín Gränz, stjórnarmaður í Vertonet, samtökum kvenna í upplýsingatækni
Íris Baldursdóttir, stjórnarmaður í Konum í orkumálum
Hildur Katrín Rafnsdóttir, stjórnarmaður í FNS, samtökum náms- og starfsráðgjafa

Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Færir fjórða iðnbyltingin okkur tugi ára aftur í tímann hvað varðar jafnt kynjahlutfall á vinnustöðum?
Verður öll sú vinna sem lögð hefur verið í að jafna stöðu kynjanna í þessum atvinnugeirum fyrir gýg?
Eða er fjórða iðnbyltingin einmitt tækifæri til að jafna kynjahlutföll með breyttu verklagi?

Skráning: