Desemberfundur 2025

Árlegur desemberfundur Samorku verður haldinn fimmtudaginn 4. desember kl. 15.00 – 17.00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Dagskrá verður að venju helguð innra starfi Samorku:

Opnun desemberfundar – Sólrún Kristjánsdóttir, stjórnarformaður

HOP: Ný handbók og ný nálgun í öryggismálum – Öryggisráð Samorku

Hagsmunagæsla Samorku í Brussel – tilgangur, væntingar, virðið hingað til
– Lovísa Árnadóttir ræðir við Svein Helgason, verkefnastjóra erlends samstarfs hjá Samorku og Kristínu Lindu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar

Framtíðargjaldskrá dreifiveitna – Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Rarik og í gjaldskrárhópi Samorku

Störum jólaljósin á: Öryggi orkuinnviða og breytt ógnalandslag – Vigdís Eva Líndal, leiðtogi upplýsingaöryggis hjá Orkuveitunni og í Netöryggisráði Samorku

Rabbað við ráðherra
– Jóhann Páll Jóhannsson, orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra í óformlegu spjalli við fundargesti ásamt umræðustjóra

Að dagskrá lokinni færum við okkur niður á Vox HOME þar sem boðið verður upp á jólalegan pinnamat og Kvartettinn Barbari skemmtir okkur með vel völdum „rakarastofu“-jólalögum. 

Athugið að fundurinn er aðeins opinn félagsfólki Samorku (starfsfólki aðildarfyrirtækja).

Hægt er að skrá sig eingöngu á fundinn eða á bæði fund og jólaskemmtun.

    Ég mæti á Desemberfund Samorku (verð 3.500)
    Ég mæti á jólaskemmtun með pinnamat og skemmtiatriði (verð 8.900)
    Ég tek með gest/maka á jólaskemmtun (verð 8.900)