Desemberfundur 2017 Desemberfundur Samorku verður haldinn fimmtudaginn 7. desember á Hilton Reykjavík Nordica. Vinsamlegast skráið þátttöku á forminu neðar á síðunni. Fundurinn er ætlaður aðal- og aukafélögum í Samorku og er ekki opinn almenningi. Almennur fundur hefst kl. 15.30 með fræðandi dagskrá og honum lýkur með jólahlaðborði á VOX Club, þar sem borðin svigna undan kræsingum að hætti hússins. Landsþekktir skemmtikraftar munu sjá um að koma öllum í jólaskap. Dagskrá: Kl. 15 – Kaffiveitingar Kl. 15.30 – 17.30 – Desemberfundur Samorku Kl. 18.30 – 19 – Fordrykkur Kl. 19 – Jólahlaðborð og skemmtun Verð fyrir jólahlaðborð á mann er 16.000 og fordrykkur er innifalinn. Stefanía Svavarsdóttir, Karl Olgeirsson, Vignir Snær Vigfússon og Jógvan Hansen eru skemmtikraftar jólahlaðborðs VOX í ár. Hilton Reykjavík Nordica býður sérkjör á herbergjum fyrir þá sem það vilja: Single herbergi með morgunmat: 24.000 kr. Double herbergi með morgunmat: 35.500. Senda skal bókun á netfangið miceres@icehotels.is og taka fram að þið séuð á vegum Samorku. Hægt er að óska eftir herbergi án morgunmatar og lækkar verðið þá lítillega. Nafn Netfang Fyrirtæki Ég mæti á jólahlaðborð (verð 16.000) Ég tek með gest/maka á jólahlaðborðið (verð 16.000) Skrá mig á póstlista fréttabréfs Samorku Δ