Dafnandi græn orka: Fræðslufundur um upprunaábyrgðir raforku Hér er hægt að fylgjast með fundi um upprunaábyrgðir raforku í beinni útsendingu. Fundurinn hefst kl. 14. Samorka býður til fræðslufundar um upprunaábyrgðir raforku, stundum kölluð græn skírteini, mánudaginn 4. nóvember kl. 14 á Icelandair hótel Natura. Allir eru velkomnir en skráningar er óskað á formið hér fyrir neðan. Á fundinum verður leitast við að svara spurningum um tilurð og tilgang kerfisins um upprunaábyrgðir, hverjir kaupi slíkar ábyrgðir og af hverju, af hverju íslenskir orkuframleiðendur eru með í slíku kerfi þegar Ísland er ekki beintengt Evrópu og hvaða ávinningur er af því. Dagskrá: Alþjóðlegar loftslagsaðgerðir og græn skírteini – Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs Kerfið um græn skírteini: Virkni og þátttakendur – Eyrún Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Dóttir Consulting Renewable Energy Certificates: The Wholesale Market for Guarantees of Origin – Alexandra Münzer, framkvæmdastjóri Greenfact Upprunaábyrgðir í íslensku samhengi – Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku Fundarstjóri: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar Íslandsbanka Skráning: Nafn Netfang Fyrirtæki Skrá mig Δ