Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri Atvinnu- og nýsköpunarhelgin verður haldin á Akureyri helgina 3.- 5. febrúar. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og atvinnulífins og snýst um að virkja fólk til athafna. Markmiðið er að fá alla áhugasama, 18 ára og eldri, til að vinna saman að nýjum og gömlum hugmyndum sem gætu endað sem fyrirtaks viðskiptaáætlun eða atvinnutækifæri. Verðlaun verða svo veitt í nokkrum flokkum. Verðlaun fyrir bestu hugmyndina eru 1 milljón króna, en þar að auki ætlar Eimur að veita sérstök verðlaun fyrir besta orkutengda verkefnið að upphæð 500 þúsund. Þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig til leiks. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag, dagskrá og skipuleggjendur má sjá á heimasíðu Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar.