Aðalfundur 2020 Aðalfundur Samorku var haldinn með óhefðbundnum hætti þann 10. mars 2020 og fór fram í fjarfundi vegna COVID-19 faraldursins. Um varúðarráðstöfun var að ræða. Gestur Pétursson, forstjóri Veitna og Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, voru kjörnir fulltrúar sinna fyrirtækja í stjórn Samorku á aðalfundi samtakanna. Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, voru einnig kjörnir í stjórn í fyrsta sinn. Þá var Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, endurkjörinn í stjórn Samorku til næstu tveggja ára. Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, formaður stjórnar, og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, varaformaður stjórnar Samorku. Þá tóku tveir nýir varamenn sæti í stjórn Samorku í dag; þau Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður hjá Veitum og Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur. Þau Guðbjörg Marteinsdóttir, fjármálastjóri RARIK og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, voru endurkjörin varamenn í stjórn. Stjórn Samorku, að loknum aðalfundi 2020, skipa: Aðalmenn: Berglind Rán Ólafsdóttir, Orku náttúrunnar Gestur Pétursson, Veitum Guðmundur Ingi Ásmundsson, Landsneti Helgi Jóhannesson, Norðurorku, formaður stjórnar Kristín Linda Árnadóttir, Landsvirkjun Sigurður Þór Haraldsson, Selfossveitum Tómas Már Sigurðsson, HS Orku Varamenn: Arndís Ósk Ólafsdóttir, Veitum Elías Jónatansson, Orkubúi Vestfjarða Guðbjörg Marteinsdóttir, RARIK Gunnar Hrafn Gunnarsson, Orkuveitu Húsavíkur Hörður Arnarson, Landsvirkjun Ályktun aðalfundarins fjallar um orkuskipti í samgöngum, styrkingu raforkuinnviða og hvetur til varfærni í takmörkunum á nýtingu grænna orkulinda. Ályktun aðalfundar 2020 (pdf) Ársskýrsla Samorku fyrir árið 2019 er aðgengileg hér í pdf: Samorka-Arsskyrsla-2020