Aðal- og ársfundur 2017

22. aðalfundur Samorku ar haldinn í Björtuloftum, Hörpu, fimmtudaginn 2. mars 201 kl. 13. Í framhaldinu var opinn ársfundur samtakanna haldinn í Norðurljósasal kl. 15.00.

Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, var endurkjörinn formaður Samorku til tveggja ára á aðalfundinum.

Þá voru einnig endurkjörin í stjórn þau Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku og Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Guðmundur Ingi Ásmundsson og Jóhanna B. Hansen, bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar. Þá verður Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, áfram fulltrúi fyrirtækisins í stjórn Samorku og fulltrúi Veitna verður Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri.

Ragna Árnadóttir, Landsvirkjun, Jón Tryggvi Guðmundsson, Selfossveitum og Elías Jónatansson, Orkubúi Vestfjarða, voru kjörnir nýir varamenn í stjórn Samorku til tveggja ára.

Í stjórn Samorku er nú jafnt hlutfall kynja, sex karlar og sex konur.

Stjórn Samorku, að loknum aðalfundi 2017, skipa:

Aðalmenn:

Ásgeir Margeirsson, HS Orku hf.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, Landsneti hf.
Guðrún Erla Jónsdóttir, Orkuveitu Reykjavíkur
Helgi Jóhannesson, Norðurorku hf., formaður stjórnar
Hörður Arnarson, Landsvirkjun
Inga Dóra Hrólfsdóttir, Veitum ohf.
Jóhanna B. Hansen, Mosfellsbæ

Varamenn:

Ásdís Kristinsdóttir, Veitum ohf.
Elías Jónatansson, Orkubúi Vestfjarða ohf.
Guðbjörg Marteinsdóttir, RARIK ohf.
Jón Tryggvi Guðmundsson, Selfossveitum
Ragna Árnadóttir, Landsvirkjun

 

Ályktun aðalfundar Samorku 2017

 

Opinn ársfundur Samorku:

 

Ársfundur Samorku 2017: Ávarp formanns from Samorka on Vimeo.

Skýrsla SA um mikilvægi veitu- og orkugeirans fyrir lífsgæði Íslendinga (pdf)

 

Opinn ársfundur Samorku 2017 í heild sinni: