Grænt Ísland til framtíðar

Hér má sjá upplýsingar úr upplýsingabæklingi Samorku, Grænt Ísland til framtíðar, sem gefinn var út í nóvember 2024.

Hér fyrir neðan má sjá stutta samantekt og einnig fletta í gegnum bæklinginn, en einnig er hægt að hlaða honum niður hér

Grænt Ísland til framtíðar nóvember 2024

Orkuskiptin á Íslandi

Flest ríki heims hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Ísland er þar enginn eftirbátur. Í Orkustefnu til 2050 segir að Ísland skuli verða óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050 og reiða sig á innlenda orkugjafa. Markmið fráfarandi ríkisstjórnar hið sama fyrir árið 2040.

Til að ná því markmiði og tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar þarf að auka framboð af grænni raforku um 16-22 TWst samkvæmt raforkuspá Landsnets.

Árlega eru á Íslandi notuð milljón tonn af olíu fyrir samgöngur á landi, flug og skipin. Olíunotkun hefur aukist vegna skorts á raforku. Ólíklegt er að orkuskiptin verði að veruleika ef ekki verður aukið við framboð af grænni raforku.

Mikilvægt er að allt samfélagið taki höndum saman í því stóra verkefni sem orkuskiptin eru svo hægt verði að ná sameiginlegum markmiðum.

Fyrirtæki í orku- og veitustarfsemi eru á fullri ferð í orkuskiptum og að undirbúa samfélagið fyrir snjalla og græna orkuframtíð. Í því felast t.d. miklar fjárfestingar í innviðum sem nauðsynlegar eru til að orkuskiptin geti gengið í garð um allt land.

 

  • Á íslenskum heimilum eru þegar tæplega 30.000 rafbílar eða um 12% af fólksbílaflotanum
  • Orkuskipti í sjávarútvegi eru hafin með notkun raforku í fiskibræðslum, auknum landtengingum og notkun græns eldsneytis á skip
  • Hröð tækniþróun hefur gert atvinnulífinu kleift að fjárfesta í rafknúnum hópferðabílum og þyngri vörubifreiðum
  • Nýjar atvinnugreinar byggjast nánast alfarið á grænni orku
  • Metnaðarfull sveitarfélög gera nú þegar ráð fyrir grænni orkustarfsemi í sínum áætlunum
  • Stjórnvöld styðja fjárhagslega við græn verkefni og vinna að því að einfalda leyfisveitingarferla

Evrópa er á fleygiferð í átt að orkuskiptunum

Flestar nágrannaþjóðir okkar búnar að móta sér stefnu í orkuskiptum og meta orkuþörf vegna orkuskiptanna.

  • Evrópusambandið hefur tilgreint 1 trilljón EUR í verkefni tengd grænni orkuöflun og orkuskiptum
  • Raforkunotkun í ríkjum Evrópu mun á næstu 30 árum aukast fjórfalt við það sem hún jókst síðustu 30 ár
  • Á árinu 2022 bætti Evrópa við uppsettu afli í vindorku sem nemur fimmföldu raforkukerfi Íslands (15 GW)
  • Metin fjárfestingarþörf í flutnings- og dreifikerfi raforku í Evrópu er um 10.000 milljarðar kr. á ári til 2050. Það nemur um áttföldum tekjum ríkissjóðs Íslands á árinu 2024
  • Noregur hefur á síðustu tíu árum bætt við grænni raforkuframleiðslu sem nemur 500 MW á ári hverju

Þróun uppsett afls fyrir raforkuframleiðslu hjá nágrannaríkjum

Sýn og skýr stefna stjórnvalda skiptir máli

  • Tímasett markmið stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi skiptir máli.
  • Framkvæmd orkuskiptanna fer fram í samfélaginu öllu og verður borin uppi af framsæknum fyrirtækjum og heimilum.
  • Opinberar reglur þurfa að hvetja til orkuskipta og fjárhagslegan stuðning getur þurft við frumkvöðlaverkefni. Umgjörð skiptir öllu máli.
  • Fylgja þarf eftir Orkustefnu til 2050 um orkusjálfstæði og nýtingu innlendra orkugjafa til orkuskipta

 

Við erum öll í orkuskiptum!

  • Sveitarfélög
    Orkuskiptainnviðir þurfa pláss í skipulagi og sveitarfélög þurfa að tryggja að ný orkuöflunarverkefni fái skilvirka umræðu og málsmeðferð. Fjölmörg uppbyggingartækifæri liggja hjá sveitarfélögum
  • Stjórnsýsla
    Móta þarf skýra stefnu í orkuskiptum og halda áfram með styrkingu stofnana og einföldun leyfisveitinga á sviði orku- og veitumálefna.
  • Eftirlitsstofnanir
    Eftirlitsstofnanir leika lykilhlutverk þegar kemur að framgangi orkuskiptanna. Tryggja þarf skýrt regluverk sem tekur mið af sérstöðu fjárfestinga fyrir orkuskipti í flutnings- og dreifikerfi raforku og setja skýrar reglur um raforkuviðskipti
  • Atvinnulíf
    Atvinnulífið er lagt af stað. Skýr lagarammi, réttir hvatar og langtíma fyrirsjáanleiki er grundvöllur þess að orkuskipti atvinnulífsins gerist hratt og örugglega.
  • Almenningur
    Greiða þarf fyrir tækifærum fyrir heimili að gerast virkir notendur með raforku og að hvatt sé til orkunýtni í húshitun á kaldari svæðum.

Orkuskiptin á Íslandi

Flest ríki heims hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Ísland er þar enginn eftirbátur. Í Orkustefnu til 2050 segir að Ísland skuli verða óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050 og reiða sig á innlenda orkugjafa. Markmið fráfarandi ríkisstjórnar hið sama fyrir árið 2040.

Til að ná því markmiði og tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar þarf að auka framboð af grænni raforku um 16-22 TWst samkvæmt raforkuspá Landsnets.

Árlega eru á Íslandi notuð milljón tonn af olíu fyrir samgöngur á landi, flug og skipin. Olíunotkun hefur aukist vegna skorts á raforku. Ólíklegt er að orkuskiptin verði að veruleika ef ekki verður aukið við framboð af grænni raforku.

Mikilvægt er að allt samfélagið taki höndum saman í því stóra verkefni sem orkuskiptin eru svo hægt verði að ná sameiginlegum markmiðum.

Fyrirtæki í orku- og veitustarfsemi eru á fullri ferð í orkuskiptum og að undirbúa samfélagið fyrir snjalla og græna orkuframtíð. Í því felast t.d. miklar fjárfestingar í innviðum sem nauðsynlegar eru til að orkuskiptin geti gengið í garð um allt land.

 

  • Á íslenskum heimilum eru þegar tæplega 30.000 rafbílar eða um 12% af fólksbílaflotanum
  • Orkuskipti í sjávarútvegi eru hafin með notkun raforku í fiskibræðslum, auknum landtengingum og notkun græns eldsneytis á skip
  • Hröð tækniþróun hefur gert atvinnulífinu kleift að fjárfesta í rafknúnum hópferðabílum og þyngri vörubifreiðum
  • Nýjar atvinnugreinar byggjast nánast alfarið á grænni orku
  • Metnaðarfull sveitarfélög gera nú þegar ráð fyrir grænni orkustarfsemi í sínum áætlunum
  • Stjórnvöld styðja fjárhagslega við græn verkefni og vinna að því að einfalda leyfisveitingarferla

Evrópa er á fleygiferð í átt að orkuskiptunum

Flestar nágrannaþjóðir okkar búnar að móta sér stefnu í orkuskiptum og meta orkuþörf vegna orkuskiptanna.

  • Evrópusambandið hefur tilgreint 1 trilljón EUR í verkefni tengd grænni orkuöflun og orkuskiptum
  • Raforkunotkun í ríkjum Evrópu mun á næstu 30 árum aukast fjórfalt við það sem hún jókst síðustu 30 ár
  • Á árinu 2022 bætti Evrópa við uppsettu afli í vindorku sem nemur fimmföldu raforkukerfi Íslands (15 GW)
  • Metin fjárfestingarþörf í flutnings- og dreifikerfi raforku í Evrópu er um 10.000 milljarðar kr. á ári til 2050. Það nemur um áttföldum tekjum ríkissjóðs Íslands á árinu 2024
  • Noregur hefur á síðustu tíu árum bætt við grænni raforkuframleiðslu sem nemur 500 MW á ári hverju

Þróun uppsett afls fyrir raforkuframleiðslu hjá nágrannaríkjum

Sýn og skýr stefna stjórnvalda skiptir máli

  • Tímasett markmið stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi skiptir máli.
  • Framkvæmd orkuskiptanna fer fram í samfélaginu öllu og verður borin uppi af framsæknum fyrirtækjum og heimilum.
  • Opinberar reglur þurfa að hvetja til orkuskipta og fjárhagslegan stuðning getur þurft við frumkvöðlaverkefni. Umgjörð skiptir öllu máli.
  • Fylgja þarf eftir Orkustefnu til 2050 um orkusjálfstæði og nýtingu innlendra orkugjafa til orkuskipta

 

Við erum öll í orkuskiptum!

  • Sveitarfélög
    Orkuskiptainnviðir þurfa pláss í skipulagi og sveitarfélög þurfa að tryggja að ný orkuöflunarverkefni fái skilvirka umræðu og málsmeðferð. Fjölmörg uppbyggingartækifæri liggja hjá sveitarfélögum
  • Stjórnsýsla
    Móta þarf skýra stefnu í orkuskiptum og halda áfram með styrkingu stofnana og einföldun leyfisveitinga á sviði orku- og veitumálefna.
  • Eftirlitsstofnanir
    Eftirlitsstofnanir leika lykilhlutverk þegar kemur að framgangi orkuskiptanna. Tryggja þarf skýrt regluverk sem tekur mið af sérstöðu fjárfestinga fyrir orkuskipti í flutnings- og dreifikerfi raforku og setja skýrar reglur um raforkuviðskipti
  • Atvinnulíf
    Atvinnulífið er lagt af stað. Skýr lagarammi, réttir hvatar og langtíma fyrirsjáanleiki er grundvöllur þess að orkuskipti atvinnulífsins gerist hratt og örugglega.
  • Almenningur
    Greiða þarf fyrir tækifærum fyrir heimili að gerast virkir notendur með raforku og að hvatt sé til orkunýtni í húshitun á kaldari svæðum.

Aðgengi að grænni orku á samkeppnishæfu verði er undirstaða samkeppnishæfni atvinnulífs og lífskjara á Íslandi

  • Orku- og veitustarfsemi er undirstaða íslensks samfélags
  • Ný verðmætasköpun og lífsgæði verða ekki til án grænnar orku
  • Skýrt og skilvirkt regluverk með virkum og gagnsæjum raforkumarkaði er lykillinn að aukinni hagsæld

Orku- og veitustarfsemi er ómissandi stoð í íslensku samfélagi. Árlegt skattspor orku- og veitustarfsemi er um 100 ma. kr. og væri mun hærra ef afleidd verðmætasköpun væri talin með.

Í orku- og veitugeiranum starfa um 1.800 manns víðsvegar um landið og voru meðallaun hæst allra atvinnugreina á tímabilinu 2018-2022.

Skattlagning þarf að vera hófleg og fyrirsjáanleg

Mikil óvissa hefur ríkt um regluverk orkuvinnslu og leyfisveitingar undanfarin ár sem hefur skapað umhverfi sem dregur úr nýliðun og nýfjárfestingum. Auknar álögur á raforkuvinnslu gætu dregið úr fjárfestingum og
það á sama tíma og ljóst er að orkuskiptin krefjast mikillar uppbyggingar
í raforkuframleiðslu.

  • Skattaumhverfi orkuframleiðslu þarf að vera fyrirsjáanlegt og hófsamt, styðja við nýfjárfestingar og nýliðun.
  • Opinberar stofnanir og sveitarfélög sem koma að leyfisveitingarferlum þurfa að hafa getu til að fást við þau verkefni sem eru framundan.
  • Hófleg gjaldtaka fyrir afgreiðslu leyfa er skynsamleg leið en þarf að skila sér í bættri þjónustu og auknum afköstum stofnana.

Ábati ríkis og sveitarfélaga af orkuvinnslu er umtalsverður

Hófleg arðsemi orkufyrirtækjanna þýðir að svigrúm til aukinnar sgattgreiðslu eru mjög takmörkuð.

 

  • Skattspor orku- og veitugeirans er um 100 milljarðar á ári
    Stærstur hluti skattgreiðslna fyrirtækja í orku- og veitustarfsemi renna til ríkisins. Umræða um stöðu sveitarfélaga ætti því að snúast um skiptingu tekna því svigrúm til aukinnar gjaldtöku er mjög takmarkað
  • 98 – 115 milljón kr. á ári
    Áætlaður ávinningur sveitarfélags í gegnum fasteignagjöld af 150 MW vindorkugarði samkvæmt skýrslu Deloitte.

Orkuöflun er á undanhaldi

Uppbygging nýrra orkukosta hefur ekki haldið í við fólksfjölgun undanfarin ár. Nú er komin upp alvarleg staða í orkumálum þjóðarinnar og viðvarandi orkuskortur blasir við heimilum og atvinnulífi á Íslandi. Auka þarf orkuörflun svo hægt sé að ráðast í orkuskiptin og snúa við þróun í olíunotkun.

Vegna skerðinga og takmaðrar getu til afhendingu raforku verður samfélagið af miklum veðrmætum í formi glataðra viðskiptatækifæra og útflutningstekna.  Atvinnulíf á Íslandi hefur lengi búið við gott aðgengi að grænni orku á samkeppnishæfu verði og slæmar afleiðingar gætu orðið af viðvarandi orkuskorti.

  • Glataðar útflutningstekjur vegna skerðinga á raforku námu um 14-17 ma. kr. fyrri hluta ársins 2024.
  • Fjöldi verkefna kemst ekki á laggirnar vegna skorts á raforku en erfitt er að meta heildarverðmæti þeirra verkefna.

Við þurfum sterk og snjöll flutnings- og dreifikerfi raforku til að takast á við framtíðina.

  • Fjárfestingar í rafveitum eru til langs tíma og því þarf fyrirsjáanleika og skýra stefnu stjórnvalda og eftirlitsaðila
  • Snjallvæðing flutnings- og dreifikerfisins er lykilskref í orkuskiptunum og hagkvæmri uppbyggingu
  • Heimila þarf hagkvæmar framsýnar fjárfestingar flutnings- og dreifiveitna sem taka mið að fyrirséðri raforkunotkun
  • Tryggja þarf skilvirka stjórnsýslu orkumála til að fjalla um uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa
  • Efla þarf leyfisveitingarferla svo hægt sé að framkvæmda nauðsynlega uppbyggingu í tíma

Orkuskiptin kalla á miklar fjárfestingar í flutnings- og dreifikerfi raforku

Áætlaður fjárfestingarkostnaður í innviðum flutnings- og dreifiveitna er 164 ma. kr. tímabilið 2024 – 2028

  • Tryggja þarf heimilum og fyrirtækjum í landinu aðgengi að öryggum, hagkvæmum og sjálfbærum orku- og veituinnviðum og að þau búi við orkuöryggi og afhendingargæði í fremstu röð.
  • Styðja þarf við nýsköpun og þróun í orku- og veitustarfsemi til að finna bestu lausnirnar fyrir orkuskiptin, hringrásarhagkerfi og hagkvæman rekstur.
  • Fjárfestingar vegna orkuskiptanna er mjög framþungar og flutnings- og dreifiveitur þurfa rými til að ráðast í þær fjárfestingar.

Eyða þarf óvissu um regluverk og leyfisveitingar orkuframkvæmda

  • Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla samanstendur af færri snertiflötum, stafrænni þróun og einni gátt leyfisveitinga fyrir framkvæmdaraðila
  • Flýta innleiðingu ESB tilskipananna RED II og RED III sem fjalla m.a. um skilvirkari leyfisveitingarferla
  • Skilvirkari stjórnsýsla eykur fjárfestingaröryggi og býr þar með til hvata til meiri fjárfestinga í orkutengdri starfsemi
  • Aukin skilvirkni opinberra stofnanna dregur úr kostnaði, bætir gagnsæi og tryggir betri rétt almennings

Vatns-, hita- og fráveitur eru undirstaða lífsgæða á landinu

  • Tryggja þarf skilvirkt rekstrarumhverfi vatnsveitna og heimila hógværa arðsemi af starfsemi
  • Innleiðing ESB tilskipana þarf að taka tillit til sérstöðu Íslands
  • Tryggja þarf vatnsvernd á viðkvæmum stöðum
  • Jarðhitaleit hefur skilað góðum árangri og mikilvægt að haldið verði áfram að leita að jarðhita á köldum svæðum
  • Staða veitna og innviða í skipulagsmálum þarf að vera skýr og veitufyrirtæki höfð með í ráðum í skipulagsvinnu