Spurt og svarað Hverjir standa að rannsókninni? Þeir aðilar sem standa að rannsókninni eru Samorka – samtök orku- og veitufyrirtækja, Fallorka, HS Orka, HS Veitur, Landsnet, Landsvirkjun, Norðurorka, Orka Náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða, Orkusalan, RARIK og Veitur. Hvaða fyrirtæki er Fleet Carma? FleetCarma Inc. er kanadískt upplýsingatæknifyrirtæki sem var stofnað árið 2007. Fyrirtækið sérhæfir sig í lausnum við að hraða og stjórna rafbílavæðingu. Tæknilausnir FleetCarma gerir aðilum kleift að afla mikilvægra upplýsinga á skilvirkan hátt um hleðsluferla rafbíla og þar með áhrif þeirra á raforkukefið. Frekari upplýsingar um FleetCarma má finna á heimasíðu þeirra: www.fleetcarma.com/about/ Hvert er hlutverk Fleet Carma í þessari rannsókn? FleetCarma útvegar tæknilausn sem gerir rannsakendum kleift að rannsaka áhrif rafbíla hérlendis á raforkukerfið. FleetCarma útvegar rannsakendum vélbúnað, sem komið er fyrir í bílum þátttakenda, sem og hugbúnað sem safnar gögnum um hleðsluhegðun bílanna. Af hverju er verið að framkvæma þessa rannsókn? Niðurstöður rannsóknarinnar mun gefa mikilvægar upplýsingar um áhrif rafbíla á raforkukerfið, hvernig fyrirkomulagi á hleðslu þeirra er háttað og þar með á ákvarðanir um uppbyggingu innviða, svo rafbílaeigendur fái sem besta þjónustu um leið og þeim fjölgar. Hverjir geta tekið þátt? Þeir geta tekið þátt sem hafa fengið boð um þáttöku með bréfi eða símtali. Úrtak rannsóknar er valið eftir ökutækjaskrá. Upplýsingar um rafbíla fást úr ökutækjaskrá og eru þátttakendur valdir úr þeim hópi út frá mismunandi landsvæðum, mismunandi svæðum innan höfuðborgarsvæðisins og mismunandi tegundum bíla. Þetta er gert til að tryggja sem mesta breidd og ólíkar aðstæður rafbílaeiganda. Í úrtaki verða rafbílaeigendur sem búa í þéttbýli/dreifbýli, fjölbýli/sérbýli og tryggt verður að í úrtaki séu bæði hreinir rafbílar og tengiltvinnbílar. Með þessum hætti fást gagnlegar niðurstöður eftir ólíkum dreifiveitusvæðum og mismunandi aðstæður milli þeirra. Hvað eru margir þátttakendur? Gert er ráð fyrir 200 þátttakendum. Hvað gerist eftir að ég skrái mig til þátttöku? Þegar skráning og upplýst samþykki hefur verið móttekið verður mælibúnaði komið í hendur þátttakenda og sett upp í bíl þeirra. Við tekur svo 12 mánaða rannsóknartímabil. Þegar því er lokið ber þátttakendum að skila búnaði til Samorku eða til aðildarfyrirtæki þess sem kemur að rannsókninni. Þegar búnaður hefur komist til skila fær þátttakandi 3000 kr. gjafabréf fyrir þátttöku sína. Hvað stendur rannsókn yfir í langan tíma? Rannsóknartímabilið sjálft eða tíminn sem mælibúnaður er í bíl þátttakenda eru 12 mánuðir. Áður þarf að setja upp búnað í bíl sem tekur örskamma stund og skila búnaði til Samorku í lok tímabilsins. Er umbunað fyrir þátttöku? Eftir að þátttakandi hefur skilað mælibúnaði til Samorku fær hann 3000 kr. gjafakort, sem hægt er að nota hvar sem er. Að auki hefur þú lagt þitt af mörkum að undirbúa raforkukerfið fyrir orkuskipti í samgöngum. Hvað verður gert við niðurstöðurnar? Niðurstöður rannsóknarinnar mun gefa mikilvægar upplýsingar um áhrif rafbíla á raforkukerfið, hvernig fyrirkomulagi á hleðslu þeirra er háttað og þar með á ákvarðanir um uppbyggingu innviða, svo rafbílaeigendur fái sem besta þjónustu um leið og þeim fjölgar. Niðurstöðurnar verða kynntar opinberlega. Hvenær fæ ég mælibúnað til mín eftir að ég hef skráð mig til þátttöku? Gera má ráð fyrir að mælibúnaður verður komið til þátttakenda innan 4 vikna eftir skráningu. Á höfuðborgarsvæðinu Er hægt að nálgast mælibúnað hjá Landsvirkjun á Háaleitisbraut 68 og fá um leið aðstoð við uppsetningu. Fá starfsmann rannsóknar til þess að koma honum til þín. Hægt er að mæla sér til móts við starfsmann rannsóknar með því að senda tölvupóst á hledslurannsokn@samorka.is eða í síma 768-4430. Utan höfuðborgarsvæðis Búnaði er komið til þín. Annaðhvort með pósti eða þá að starfsmaður rannsóknar kemur honum til þín. Er flókið að setja mælikubbinn í bílinn? Uppsetning mælibúnaðar er einföld og tekur skamman tíma. Leiðbeiningar við uppsetningu má finna hér. Hefur mælitækið áhrif á virkni bílsins míns? Nei. Búnaðurinn er smár, notar lítið sem ekkert rafmagn og hefur ekki áhrif á drægni bílsins. Krefst minna en 5 mA straum. Búnaðurinn getur ekki haft áhrif á akstur bílsins. Hvernig og hvar get ég skilað búnaði í lok rannsóknar? Tækið er í eigu þeirra aðila sem standa að rannsókninni og því ber þátttakendum að skila búnaði til þeirra í lok rannsóknar. Tvær leiðir eru til þess að skila tækinu: 1. Með pósti á Samorku í Borgartún 35, 105 Reykjavík. Samorka (viðtakandi) greiðir flutningskostnað. 2. Skila á starfsstöðvar fyrirtækja verkefnisins. Lista af starfsstöðum má finna hér fyrir neðan. Starfsstöðvar: HöfuðborgarsvæðiReykjavík Borgartún 35, 105 Reykjavík – Samorka Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík – Landsvirkjun SuðurlandReykjanesbæ Brekkustíg 36, 260 – HS Veitur Hvolsvelli Dufþaksbraut 12, 860 – RARIK Selfossi Austurvegi 42, 800 – RARIK Gagnheiði 26, 800 – RARIK Höfn í Hornafirði Álaugarvegi 11, 780 – RARIK VesturlandBorgarnesi Sólbakki 1, 310 – RARIK Búðardalur Iðjubraut 2, 370 – RARIK Ólafsvík Sandholt 34, 355 – RARIK Stykkishólmur Hamraendum 2, 340 – RARIK VestfirðirÍsafjörður Stakkanesi 1, 400 – Orkubú Vestfjarða Patreksfjörður Eyrargötu, 450 – Orkubú Vestfjarða Hólmavík Skeiði, 510 – Orkubú Vestfjarða NorðurlandAkureyri Rangárvöllum, 603 – Norðurorka Óseyri 9, 603 – RARIK Siglufjörður Vesturtangi 10, 580 – RARIK Sauðarkrókur Borgartúni 1, 550 – RARIK Blönduós Ægisbraut 3, 540 – RARIK Hvammstangi Höfðabraut 29, 530 – RARIK AusturlandFáskrúðsfirði Grímseyri 2-4, 750 – RARIK Neskaupsstað Stekkjargötu 6, 740 – RARIK Seyðisfirði Garðarsvegi 15, 710 – RARIK Egilsstöðum Þverklettum 2-4, 700 – RARIK Vopnafjörður Búðaröxl 2, 690 – RARIK Kópaskeri Bakkagata 1, 670 – RARIK Hvernig er friðhelgi einkalífs míns tryggð? Meðferð persónuupplýsinga er í samræmi við ný persónuverndarlög og hefur Persónuvernd verið upplýst um rannsóknina. Allir bílar fá órekjanlegt auðkenni sem þýðir að þær upplýsingar sem berast Samorku eru þess eðlis að ekki er hægt að rekja þær til einstakra þátttakenda. Hvaða gögnum er safnað og af hverju? Mælikubburinn skrásetur hvenær tæki er stungið í samband og hvenær það er tekið úr sambandi. Einnig safnar tækið upplýsingar um: Bílinn þinn: Verksmiðjunúmer bíls (VIN-númer), tegund, gerð og árgerð bíls. Hleðsluferil: Fyrir hverja hleðslu (sem er gefin númer) – upphafstími hleðslu og dagsetning, hleðslutími, hleðsluafl (kW), magn hleðslu (raforka neytt í kWh), magn hleðslu á 15 mínútna tímabilum (kWh), hleðslu tap/hleðslunýtni (raforka sem tapast við hleðslu í kWh), upphafsstaða hleðslu, lokastaða hleðslu, GPS hnit hleðslustaðar. Stærðir reiknaðar úr frá hleðsluferil: áætlað ástand rafhlöðu (þ.e. geta rafhlöðu til þess að taka móti og gefa frá sér hleðslu). Tækið mun einnig mæla eftirfarandi: Akstursupplýsingar: Upphafstími og dagsetning akstursferðar, ferðatími, ferðavegalengd, staða rafhlöðu í upphafi ferðar, staða rafhlöðu í lok ferðar, raforkunotkun í ferð, notkun bensín/dísil í ferð (ef tengiltvinnbíll), %óvirkni, %hlutfall kílómetra keyrðir á raforku (ef tengiltvinnbíll), umhverfishitastig, GPS hnit ferðar (ath. þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til þess að finna fyrrnefndar stærðir. Þessi gögn berast ekki til rannsakenda og er eytt í lok rannsóknar af FleetCarma sem sér um gagnasöfnun), aukin rafmagnsnotkun (t.d. miðstöð, útvarp, ljós o.fl.). Aksturs útreikningar: kílówattstund(kWh)/km, heildareyðsla raforku, sparnaður á losun gróðurhúsalofttegunda við notkun raforku í akstri. Öll þessi gögn verða gerð ópersónugreinanleg. Allir bílar fá órekjanlegt auðkenni sem þýðir að þær upplýsingar sem berast Samorku eru þess eðlis að ekki er hægt að rekja þær til einstakra þátttakenda. Þessar upplýsingar eru mikilvægar þegar kemur að því að meta áhrif raf- og tengiltvinnbíla á raforkukerfið, hvernig fyrirkomulagi á hleðslu þeirra er háttað og þar með á ákvarðanir um uppbyggingu innviða, svo rafbílaeigendur fái sem besta þjónustu um leið og þeim fjölgar. Hverjir fá aðgang að gögnunum? Samorka ásamt þeim aðildarfyrirtækjum sem taka þátt í rannsókninni. FleetCarma, fyrirtækið sem safnar gögnum með hugbúnaði sínum, eyður gögnunum í lok rannsóknar innan tveggja mánaða eftir að Samorka hefur móttekið þau og unnið. Er hægt að brjótast inn í (hakka) mælikubbinn? Öryggisbúnaður frá FleetCarma hefur verið hannaður til að koma í veg fyrir slíkt. Er GPS hnitum mínum deilt? Nei. Tækið safnar GPS upplýsingum sem FleetCarma heldur utan um. Þessum upplýsingum er ekki deilt með neinum utan FleetCarma. Samorka fær upplýsingar um hvort bíll er hlaðinn á heimili eða vinnustöð, en ekki hvaða heimili eða hvaða vinnustöð, og hvort um hraðhleðslu er að ræða eða annars konar hleðslu. Þær upplýsingar eru ópersónugreinanlegar þannig að ekki er hægt að tengja saman hleðslustaði við einstaka þátttakendur. Samorka fær ekki upplýsingar um staðsetningu og ferðir bílsins þar á milli. Það er mikilvægt fyrir rannsóknina að fá þessar upplýsingar til að sjá hvar og hvernig álagið á raforkukerfið dreifist. FleetCarma eyðir svo öllum gögnum, þar með talið GPS upplýsingum, innan tveggja mánaða eftir að Samorka hefur móttekið gögnin og unnið. Er hægt að fylgjast með ferðum mínum? Samorka mun ekki geta fylgst með ferðum þínum. Samorka fær upplýsingar um hvort bíll er hlaðinn á heimili eða vinnustöð, en ekki hvaða heimili eða hvaða vinnustöð, og hvort um hraðhleðslu sé að ræða eða annars konar hleðslu. Þær upplýsingar verða ópersónugreinanlegar sem leiðir til þess að ekki er hægt að tengja saman hleðslustaði við einstaka þátttakendur. Samorka fær ekki upplýsingar um staðsetningu og ferðir bílsins þar á milli. Þessar upplýsingar eru mikilvægar til þess að meta betur álag rafbíla á raforkukerfið. Ópersónugreinanleg GPS hnit hleðslustaða eru notuð til þess að flokka hleðslustaði eftir ákveðnum eiginleikum til þess að öðlast mikilvægar upplýsingar um hleðsluhegðun rafbíla. Eftir þessa flokkun og úrvinnslu er öllum GPS hnitum hleðslustaða eytt. Enginn annar en FleetCarma mun fá upplýsingar um staðsetningu rafbílanna. Þeim upplýsingum er ekki deilt og er eytt eftir að rannsókn lýkur. FleetCarma þarf þessar upplýsingar til þess að geta komist að mikilvægum stærðum sem gagnast við greiningu á hleðsluhegðun. Hvað ef eigandaskipti verða á bíl eða aðrar breytingar á rannsóknartímabilinu? Ef þátttakandi selur bílinn sinn með uppsettum mælikubb í á rannsóknartímabilinu skal láta rannsakendur vita með tölvupósti á hledslurannsokn@samorka.is. Breyting á staðsetningu bíls getur skipt máli fyrir niðurstöður rannsóknarinnar. Ef bíll lendir í árekstri og verður óökuhæfur þá skal endilega láta rannsakendur vita með tölvupósti á hledslurannsokn@samorka.is. Ef bíll er fljótur að fara í gegnum viðgerð skal halda áfram að nota búnað eins og áður, þ.e. ef það er í lagi með búnaðinn. Hvað geri ég ef tækið hættir að virka eða týnist? Ef tæki hættir að virka skal fyrst prófa að taka það úr sambandi og setja upp aftur. Ef tækið virkar enn ekki eftir það skal hafa samband með tölvupósti á hledslurannsokn@samorka.is og láta vita. Einnig skal láta vita ef mælitæki er stolið eða týnist. Hvað ef ég vil hætta í rannsókninni? Ef þátttakandi vill hætta í rannsókninni, skal tilkynna það með tölvupósti til rannsakenda á hledslurannsokn@samorka.is. Þátttakandi þarf að koma búnaði í hendur Samorku. Forsenda þess að fá gjafakort fyrir þátttöku er að hafa mælibúnað í bíl yfir allt 12 mánaða rannsóknartímabilið.