Fróðleikur

Vantar þig yfirsýn yfir orku- og veitumál? Viltu leita þér frekari upplýsinga um orkuskipti? Viltu vita hvað eitthvað orð þýðir sem þú heyrðir í frétt um veitumál? 

Hér finnur þú vonandi það sem þú ert að leita að. 

 

Hugtök og skilgreiningar

Hvað er jarðefnaeldsneyti? Hvað þýðir orðið loftslagsmarkmið? Finndu þessi orð og mörg fleiri á hugtakalistanum okkar.

Hugtök og skilgreiningar


Orkufamb
Orkuskipti á Íslandi

Orkuskipti á Íslandi

Ísland getur orðið fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu græna, endurnýjanlega orku.

Við notum um milljón tonn af olíu á ári og borgum 100 milljarða króna fyrir. Gætum við hætt því, fengið hreinna loft og bætt lífskjör á Íslandi í leiðinni?

Orkuskipti.is

- síða um orkuskipti á Íslandi<< /p>

Orkufamb

Framtíðarsýn stjórnvalda til 2050: Orkustefna fyrir Ísland.

Ísland er land hreinnar orku þar sem öll orkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna. Endurnýjanleg orkuframleiðsla gegnir grundvallarhlutverki í baráttunni gegn loftslagsvánni. Orkan er nýtt með sjálfbærum hætti samfélagi og almenningi til hagsbóta. Allri orkuþörf er mætt með öruggum hætti til lengri og skemmri tíma.

Landið er leiðandi í sjálfbærri orkuvinnslu, orkuskiptum, orkunýtni og skilvirkri fjölnýtingu orkugjafa. Sátt ríkir um vernd náttúru og nýtingu orkuauðlinda enda umhverfisáhrif lágmörkuð.

Samfélagslegur ábati af orkuauðlindum er hámarkaður og þjóðin nýtur ávinnings af því. Orkan er hreyfiafl fjölbreyttrar atvinnustarfsemi þar sem er jafn aðgangur á landsvísu að orku á samkeppnishæfu verði. Þjóðin býr yfir framúrskarandi þekkingu og framsækni í orkumálum sem skilar sér í gróskumikilli verðmæta- og nýsköpun.

Kynntu þér orkustefnuna

Orku- og veitustarfsemi er mikilvæg atvinnugrein

Skýrsla Intellicom um þjóðhagslegur ábati og áskoranir orku- og veitugeirans

Deloitte áætlar að fasteignagjöld til sveitarfélags vegna 100 MW vindorkuvers yfir 25 ára tímabil gætu numið 1,6 – 3,5 milljörðum króna.

Áætluð fasteignagjöld til sveitarfélags vegna 100 MW vindorkuverks gætu numið 65-139 milljónir króna á ári.

Við notum um milljón tonn af olíu á ári og borgum 100 milljarða króna fyrir.

Greining Deloitte
Orkuskipti á Íslandi

332 tillögur um samdrátt í losun atvinnugreina

Ellefu atvinnugreinar hafa nú afhent Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra 332 tillögur að aðgerðum sem stuðla eiga að auknum samdrætti í losun atvinnugreina. Afhendingin fór fram á Grænþingi í Hörpu í gær, í tengslum við útgáfu Loftslagsvegvísa atvinnulífsins (LVA). LVA er samstarfsverkefni atvinnulífs og stjórnvalda og var vinnan unnin á forsendum fyrirtækja í […]

Fráveitur

Þú veist að við setjum ekkert annað í klósettið en piss, kúk og klósettpappír! En hvaða hlutverki gegna fráveitur?

Hitaveitur

Getur þú ímyndað þér lífið á Íslandi án heitra sundlauga? eða að húsið þitt sé hlýtt og gott á veturna? Hitaveitan sér um þetta!

Vatnsveitur

Hreint neysluvatn er á margan hátt mikilvægasta matvæli okkar. Við eigum sem betur fer nóg af góðu vatni á Íslandi!