Sigurður lætur af störfum

Sigurður_Ágústsson_2016

 

Sigurður Ágústsson hóf störf hjá Samorku árið 2001 og hefur því starfað farsællega hjá samtökunum í 15 ár, meðal annars við málefni raforkufyrirtækja en einnig á sviði öryggismála, innkaupamála, við skipulagningu funda og ráðstefna og margt fleira. Óhætt er að segja að Sigurður hafi verið lykilstarfsmaður Samorku í gegnum tíðina.

Sigurður ákvað að láta af störfum nú um mánaðamótin, en hann varð 67 ára í mars á þessu ári.

Starfsfólk vill þakka Sigurði fyrir vel unnin störf og góðan félagsskap með óskum um góða tíma framundan.