Desemberfundur Samorku 2016 Frá Desemberfundi Samorku 2016 Desemberfundur Samorku var haldinn á Grand hótel Reykjavík fyrsta fimmtudag í desember, sem að þessu sinni bar upp á fullveldisdaginn. Boðið var upp á fjölbreytt erindi og spunnust af þeim líflegar umræður. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá OR, fjallaði um nýja nálgun við gerð fjárhagsáætlana sem kannast Beyond Budgeting. Þá fjallaði Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar um stækkun Búrfellsvirkjunar og loks flutti Guðrún Birna Jörgensen, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu erindi um orku og ferðaþjónustu, málefni sem er nokkuð ofarlega á baugi þessi misserin. Fundarstjóri var Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Að fundi loknum var haldið sameiginlegt jólahlaðborð þar sem fram komu skemmtikraftarnir Hera Björk og Bjarni töframaður ásamt hljóðfæraleikurum.