Samkeppnisréttarnámskeið Samorku II Samorka býður til námskeiðs um samkeppnisrétt. Á námskeiðinu er farið sérstaklega yfir samkeppnisréttaryfirlýsingu Samorku (sjá viðhengi) og mikilvægar samkeppnisréttarreglur sem hafa þýðingu fyrir starf atvinnugreinasamtaka. Námskeiðið er hugsað fyrir öll þau sem taka þátt í hvers konar starfi Samorku. Jóna Björk Helgadóttir, lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti, kennir námskeiðið sem haldið verður í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í fundarsalnum Hól. Einnig verður boðið upp á að sitja það í gegnum Teams. Við erum öll bundin reglum samkeppnisréttarins í samskiptum okkar á vegum Samorku og mikilvægt að þekkja þær reglur, þannig að við getum tryggt að starfsemi samtakanna og fyrirtækja okkar séu alltaf í fullu samræmi við lög. Það eru því eindregin tilmæli stjórnar Samorku að þeir sem taka reglulegan þátt í starfi á vegum samtakanna mæti á námskeiðið. Vinsamlegast skráið þátttöku í eftirfarandi form: Nafn Fyrirtæki Netfang (required) Vinsamlegast hakið í viðeigandi lið: Ég mæti í eigin persónu. Ég mæti á fundinn á Teams Δ