Desemberfundur 2022

Desemberfundur Samorku verður haldinn fimmtudaginn 1. desember á Hótel Borg. Vinsamlegast skráið þátttöku á forminu neðar á síðunni.

Allt starfsfólk aðal- og aukafélaga Samorku er hjartanlega velkomið að skrá sig á fundinn og á jólahlaðborðið. Desemberfundur Samorku er ekki opinn almenningi.

Almennur fundur hefst kl. 15.30 með fræðandi dagskrá, þar sem valin ráð og hópar kynna starfið síðustu misseri. Sérstakir gestir fundarins verða Ingibjörg Ísaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Að fundi loknum verður jólahlaðborð þar sem borðin svigna undan kræsingum að hætti hússins. Djass söngkonan Rebekka Blöndal sjá um ljúfa tóna undir borðhaldi. Jólahlaðborðið er opið bæði fundargestum og mökum þeirra.

Að þessu loknu verður eftirpartý til kl. 01 á Skuggabaldri.

Nánari upplýsingar um matseðilinn má sjá hér:

 

Vinsamlegast skráið þátttöku á Desemberfund og jólahlaðborð í eftirfarandi formi:

    Ég mæti á jólahlaðborð (verð 11.900)
    Ég tek með gest/maka á jólahlaðborðið (verð 11.900)