Aðalfundur 2022

Aðalfundur Samorku 2022 fór fram í Hörpu þriðjudaginn 15. mars 2022. Eftir rafræna ársfundi tvö ár í röð var ánægjulegt að hitta aðildarfélaga á ný.

Þau Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum, og Steinn Leó Sveinsson hjá Skagafjarðarveitum tóku sæti í stjórn Samorku í fyrsta sinn. Þá verður Kristín Linda Árnadóttir áfram fulltrúi Landsvirkjunar í stjórn Samorku næstu tvö árin.

Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Berglind Rán Ólafsdóttir, Orku náttúrunnar, formaður Samorku, Helgi Jóhannesson, Norðurorku, Tómas Már Sigurðsson, HS Orku og Sigurður Þór Haraldsson hjá Selfossveitum.

Þá tóku tveir nýir varamenn sæti í stjórn Samorku í dag. Aðalsteinn Þórhallsson hjá HEF Veitum og Jón Trausti Kárason hjá Veitum. Hörður Arnarson verður áfram varamaður Landsvirkjunar í stjórn til næstu tveggja ára. Þau Elías Jónatansson hjá Orkubúi Vestfjarða og Helga Jóhanna Oddsdóttir hjá HS Veitum sitja áfram sem varamenn.

Stjórn Samorku að loknum aðalfundi 15. mars 2022 er því þannig skipuð:

Formaður:
Berglind Rán Ólafsdóttir, Orku náttúrunnar

Meðstjórnendur:
Helgi Jóhannesson, Norðurorku
Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum
Kristín Linda Árnadóttir, Landsvirkjun
Sigurður Þór Haraldsson, Selfossveitum
Steinn Leó Sveinsson, Skagafjarðarveitum
Tómas Már Sigurðsson, HS Orku

Varamenn:
Aðalsteinn Þórhallsson, HEF Veitum
Elías Jónatansson, Orkubúi Vestfjarða
Helga Jóhanna Oddsdóttir, HS Veitum
Hörður Arnarson, Landsvirkjun
Jón Trausti Kárason, Veitum

Þá var ályktun aðalfundar 2022 samþykkt. Þar kallar aðalfundur Samorku eftir því að næg raforka og heitt vatn verði tryggt til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum.

Í ályktunni kemur fram að orku- og veitufyrirtækjum landsins hafi verið ætlað stórt hlutverk í þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa sett í loftslagsmálum. Til þess að þau geti sinnt því hlutverki þurfi stjórnsýslan öll að styðja við þá vegferð, til dæmis með því að einfalda laga- og regluverk, tryggja orkuöryggi landsins með nægu framboði af grænni orku og að innan stjórnkerfisins verði sérþekking á orku- og veitumálum styrkt.

Ályktun aðalfundar 2022_final