Orkuskipti á hafi Samorka, ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Faxaflóahöfnum og Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, bjóða til kynningar DNV á nýrri skýrslu um orkuskipti á hafi. Kynningin verður haldin í Kaldalóni, Hörpu, miðvikudaginn 8. desember. Fundurinn hefst kl. 9. Dagskrá: Ávarp: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Leiðir til kolefnishlutleysis í haftengdri starfsemi: Nicolai Hydle Rivedal, umhverfisverkfræðingur hjá DNV Pallborðisumræður: Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskipta hjá Faxaflóahöfnum Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku Allir velkomnir í Hörpu og aðgangur er ókeypis. Nauðsynilegt er að skrá sig í sæti hér: https://tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/12509/60564/ Viðburðinum verður einnig streymt á samorka.is.