Laki Power hlýtur Nýsköpunarverðlaun Samorku Nýsköpunarfyrirtækið Laki Power hlaut Nýsköpunarverðlaun Samorku á ársfundi samtakanna í dag. Á fundinum var fjallað um nýsköpun í orku- og veitugeiranum og voru verðlaunin ætluð framúrskarandi sprota- og nýsköpunarfyrirtæki. Frá vinstri: Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, Berglind Rán Ólafsdóttir stjórnarformaður Samorku, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Laka Power, Óskar Valtýsson, stofnandi Laka Power, Ósvaldur Knudsen, framkvæmdastjóri Laka Power og Einar Pétursson, rafmagnsverkfræðingur hjá Laka Power. Laki Power var stofnað árið 2015 til að þróa tæknibúnað sem er hengdur upp á háspennulínur og fylgist nákvæmlega með ástandi þeirra. Tæknin gerir fyrirtækjum sem annast flutning og dreifingu raforku kleift að hafa nákvæmt eftirlit með ísingu, eldi og umferð fólks við línurnar í rauntíma. Úrvinnsla gagnanna fer fram í skýjalausnum sem Laki Power hefur hannað og mun nú leggja áherslu á að þróa enn frekar með tilkomu styrks frá ESB upp á 335 milljónir króna, auk áherslu á að efla sölu- og markaðsstarf. Sex fyrirtæki hlutu tilnefningu til verðlaunanna sem öll eiga það sameiginlegt að byggja á tæknilausnum eða þjónustu fyrir orku- og veitugeirann eða nýta orku, heitt vatn, neysluvatn, fráveitu eða aðra auðlindastrauma til nýsköpunar. Auk Laka Power voru það fyrirtækin Atmonia, GeoSilica, Icelandic Glacial, Pure North Recycling og Sidewind sem tilnefnd voru. Dómnefnd fagfólks úr orku- og veitugeiranum fór yfir tilnefningarnar og útnefndi Laka Power sigurvegara. Í viðhengi er mynd frá afhendingu verðlaunanna. Frá vinstri: Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, Berglind Rán Ólafsdóttir stjórnarformaður Samorku, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Laka Power, Óskar Valtýsson, stofnandi Laka Power, Ósvaldur Knudsen, framkvæmdastjóri Laka Power og Einar Pétursson, rafmagnsverkfræðingur hjá Laka Power. Hér er skemmtilegt myndband um tæknilausn Laka Power, sem hefur þegar fengið staðfestingu á að sé einstök í heiminum með einkaleyfi.