Dagur rafmagnsins: Framvarðasveit í fárviðri Undanfarið höfum við verið rækilega minnt á mikilvægi rafmagnsins í lífi okkar og starfi. Orku- og veitufyrirtækin hafa staðið í ströngu við að bregðast við afleiðingum ofsaveðurs sem gekk yfir landið og standa enn. Í tilefni af degi rafmagnsins, sem haldinn er hátíðlegur á Norðurlöndum 23. janúar ár hvert, bjóðum við til opins fundar þar sem við ætlum að heyra frásagnir af þeim aðstæðum sem upp komu og sjá myndefni frá þeim verkefnum sem framvarðasveit orku- og veitufyrirtækja sinntu við erfið skilyrði. Framvarðasveit í fárviðri 23. janúar kl. 9:00 – 10:30 Grand hótel Dagskrá: Að standa í storminum – Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets Þegar raforkukerfið brestur – Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK Sögur úr loftlínunni – Malín Frid, Veitum, harðasti iðnaðarmaður landsins 2019 Starfshópur stjórnvalda um úrbætur á innviðum – Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku Hægt verður að fylgjast með fundinum hér: