Samfélagsábyrgð og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Landsvirkjun býður til morgunfundar fimmtudaginn 30. mars kl. 8.30-10.00.

Ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru viðmið til að takast á við fjölþætt vandamál. Hvernig þau verða uppfyllt er í höndum ríkja heims og mikilvægt að stjórnvöld, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar láti til sín taka. Landsvirkjun mun leggja áherslu á þrjú af heimsmarkmiðunum sem falla vel að áherslum fyrirtækisins; loftslagsmál, sjálfbæra orkuvinnslu og jafnrétti.

 

Dagskrá:

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar fjallar um heimsmarkmið 13 í loftlagsmálum
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu fjallar um heimsmarkmið 5 í jafnrétti kynjanna
Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, fjallar um heimsmarkmið 7 í sjálfbærri þróun

Boðið verður upp á morgunkaffi frá kl. 8.00. Skráningar er óskað á heimasíðu Landsvirkjunar.