Fagþing hita-, vatns- og fráveitna 2026 Fagþing hita-, vatns- og fráveitna 2026 verður haldið í Hljómahöll í Reykjanesbæ dagana 7. – 8. maí. Framkvæmda- og tæknikeppni verður á sínum stað þar sem eitt lið aðildarfélaga verður krýnt Fagmeistari Samorku. Þá verður vöru- og þjónustusýning frá samstarfsaðilum orku- og veitugeirans. Verið er að útbúa teikningar fyrir sýningu og verða básar settir í sölu um leið og hægt er. Frekari upplýsingar veitir Lovísa, lovisa@samorka.is. Samorka hefur tekið frá fjölda hótelherbergja um allan Reykjanesbæ. Hægt er að bóka þau núna. Vinsamlegast skoðið afbókunarskilmála vel. Hótel Keflavík: 30 herbergi í boðiGisting í einstaklingsherbergi: 29.800 kr. Gisting í tveggja manna herbergi: 36.800 kr. Gisting í tveggja manna herbergi (fyrir einn): 33.800 kr. Morgunverður er innifalinn í verði. Vinsamlegast látið bókunarnúmerið 75012525 fylgja þegar herbergi eru pöntuð úr þessari bókun. Courtyard by Marriott: 100 herbergi (frátekin til febrúar 2026) Einstaklingsherbergi: 21.300 kr. Tveggja manna herbergi: 23.800 kr. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði. 800 króna gistináttaskattur á hverja nótt ekki innifalinn í verði. Senda má bókanir á netfangið reservations@courtyardkeflavikairport.is og vísa til Samorku. Park Inn by Radisson: 90 herbergi frátekin Eins manns herbergi: 25.900 kr. Tveggja manna herbergi: 29.900 kr. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði. 800 króna gistináttaskattur á hverja nótt ekki innifalinn í verði. Bókunarnúmer: 137887664