Opinn fundur: Verndum vatnið Samorka býður til opins fundar um vatnsauðlindina miðvikudaginn 22. október kl. 14 á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn ber yfirskriftina Verndum vatnið og verður áhersla lögð á að fjalla um uppbyggingu, vatnsvernd, öryggi og áfallaþol vatnsveitna. Við heyrum meðal annars erindi frá Sólrúnu Kristjánsdóttur framkvæmdastýru Veitna, Tor Gunnar Jantsch frá Oslo Vann segir frá öryggismálum í kringum vatnsból í Osló og við heyrum frá Glúmi Baldvinssyni hjá HEF Veitum. Að loknum erindum verða pallborðsumræður. Nánari dagskrá verður kynnt innan skamms. Fundurinn er öllum opinn en skráningar er óskað svo hægt sé að áætla veitingar. Nafn Netfang Fyrirtæki Skrá mig Δ