Persónuverndarstefna Samorku Persónuverndarstefna Samorku Inngangur Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, leggur mikla áherslu á að vernda persónuupplýsingar. Þessi persónuverndarstefna útskýrir hvernig við söfnum, notum, varðveitum og verndum persónuupplýsingar. Stefnan er aðgengilega á heimasíðu samtakanna og kynnt nýjum félagsmönnum við inngöngu. Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Ábyrgð Samorka ber ábyrgð á skráningu persónupplýsinga, notkun þeirra og varðveislu í starfsemi sinni. Aðili samþykkir söfnun og notkun upplýsinga í samræmi við þessa stefnu með því að nota þjónustu Samorku eða skrá upplýsingar um sig hjá samtökunum. Með því að veita Samorku persónuupplýsingar eftir að hafa kynnt sér persónuverndarstefnu samtakanna, samþykkir aðili skilmála og skilyrði stefnunnar. Söfnun og notkun persónuupplýsinga Samorka safnar og notar persónuupplýsingar í eftirfarandi tilgangi: Til að veita og bæta þjónustu okkar. Til að uppfylla lagalegar skyldur. Til að hafa samband við þig vegna þjónustu okkar. Unnt er að skoða og nota vefsvæði Samorku án þess að láta af hendi persónulegar upplýsingar, þar með talið netfang. Samorka safnar ekki upplýsingum sem vafri sendir frá sér þegar aðili nýtir þjónustu samtakanna, þ.e. gögn sem geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar sem er heimsótt, tíma og dagsetningu heimsóknar aðila, þann tíma sem aðili varði á þessum síðum og önnur talnagögn. Við skráningu í Samorku óska samtökin eftir upplýsingum um tengiliði við samtökin. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til að tryggja samskipti við fulltrúa innan fyrirtækis, til að svara fyrirspurnum og bregðast við óskum eða athugasemdum og til að fulltrúar félagsmanna geti nýtt kosningarétt í samræmi við samþykktir samtakanna. Slík söfnun persónuupplýsinga skal þó ekki ganga lengra en þörf er á hverju sinni. Samorka aflar þessara upplýsinga í trausti þess að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi fengið samþykki frá hlutaðeigandi starfsmönnum fyrir vinnslunni og hafi vakið athygli þeirra á persónuverndarstefnu þessari. Samorka safnar fyrst og fremst upplýsingum eins og nöfn, kennitölur, heimilisfang og símanúmer, upplýsingar um notkun á þjónustu okkar og aðrar upplýsingar sem aðilar veita okkur. Persónuupplýsingar eru einnig notaðar þegar Samorka sendir út fréttabréf samtakanna og þegar sendur er tölvupóstur til þeirra sem eftir því hafa óskað með efni sem kann að vekja áhuga, t.d. fréttir um viðburði á vettvangi samtakanna, ráðstefnur, málstofur, félagsfundi eða sérstakar kynningar. Þá geta einstaklingar, sem ekki eiga aðild að Samorku, óskað eftir því að vera skráðir á póstlista samtakanna í sama tilgangi. Ef aðili kærir sig ekki um slíkar póstsendingar, eftir að hafa skráð sig á póstlista Samorku, ber honum að senda tilkynningu þess efnis á póstfangið samorka@samorka.is eða afskrá sig með þar til gerðum hnappi í fjölpósti sem honum hefur borist. Miðlun, varðveisla og öryggi persónuupplýsinga Persónuupplýsingar verða ekki aðgengilegar öðrum en starfsfólki Samorku og eftir atvikum Samtaka atvinnulífsins, vegna aðildar að þeim samtökum. Samorka selur aldrei eða leigir persónuupplýsingar nema með samþykki aðila. Þá deilir Samorka ekki persónuupplýsinga nema í samræmi við persónuverndarstefnu þessa. Aðilar geta hafnað slíkri miðlun nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum þar sem það telst nauðsynlegt til að hafa uppi eða verjast réttarkröfu. Þó er athygli vakin á því að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar. Við varðveitum persónuupplýsingar eins lengi og nauðsynlegt er til að uppfylla tilganginn með söfnun þeirra eða eins lengi og lög krefjast. Við tökum öryggi persónuupplýsinga alvarlega og notum viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að vernda þær gegn óleyfilegum aðgangi, breytingum, birtingu eða eyðileggingu. Þriðju aðilar Þjónusta Samorku og efni á heimasíðu samtakanna getur haft að geyma tengla á aðrar síður sem Samorka stjórna ekki. Smellir þú á tengil frá þriðja aðila, verður þér beint á síðu þess þriðja aðila. Persónuverndarstefnan nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila þar sem við höfum enga stjórn né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða annarri vinnslu þeirra á persónuupplýsingum. Við hvetjum þig því eindregið til að kynna þér persónuverndarstefnu þeirra aðila sem þú heimsækir, þ. á m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkar, t.d. hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota. Réttindi þín Þú átt rétt á aðgangi að persónuupplýsingum þínum, að leiðrétta þær, eyða þeim eða takmarka vinnslu þeirra. Þú getur einnig andmælt vinnslu persónuupplýsinga þinna og óskað eftir að fá þær sendar til þín eða annars aðila. Persónuvernd barna Samorka safnar ekki persónuupplýsingum um börn. Samskipti Ef þú hefur spurningar um þessa persónuverndarstefnu eða hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar, vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið: samorka@samorka.is. Breytingar á persónuverndarstefnu Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er. Breytingar verða birtar á vefsíðu okkar og taka gildi við birtingu. Þannig samþykkt af stjórn Samorku, þann 3. október 2024